fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Úrskurðuð látin – Vaknaði upp í líkpoka

Pressan
Mánudaginn 6. febrúar 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dvalarheimilið Glen Oaks Alzheimer‘s Special Care í Iowa í Bandaríkjunum hefur verið sektað um sem nemur 1,4 milljónum íslenskra króna fyrir að hafa ekki tryggt að íbúarnir fái virðuglega meðferð.

Þetta á rætur að rekja til þess að þann 3. janúar síðastliðinn fann starfsfólk ekki púls hjá 66 ára íbúa á dvalarheimilinu og ekki var að sjá að hún andaði.

Kallað var á hjúkrunarfræðing sem fann ekki heldur púls eða merki um að konan andaði. Notaði hún meðal annars hlustunarpípu við skoðun á konunni.

People segir að í framhaldinu hafi útfararþjónusta verið fengin til að koma og sækja konuna. Hún var sett í líkpoka og ekið með hana í aðstöðu útfararþjónustunnar.

Þegar þangað var komið var brá útfararstjóranum mjög þegar líkpokinn var opnaður og hann sá konuna liggja og reyna að ná andanum.

Hann hringdi strax í neyðarlínuna og sjúkrabíll kom á vettvang. Konan var síðan flutt aftur á dvalarheimilið þar sem hún lést tveimur dögum síðar.

Heilbrigðisyfirvöld í Iowa tóku málið til rannsóknar og gagnrýndu verkferlanna á dvalarheimilinu í niðurstöðu sinni og sektuðu það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu