fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Keypti ljósakrónu fyrir klink – Er 1,2 milljarða virði

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 13:30

Ljósakrónan prýddi vinnustofu listamannsins lengi vel. Mynd:Craxton Studios

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski listmálarinn John Craxton keypti sér ljósakrónu árið 1960 og greiddi 250 pund fyrir hana. Þetta var auðvitað mikill peningur á þeim tíma en Craxton taldi ljósakrónuna þess virði því hann grunaði að hún væri sköpunarverk hins fræga listamanns Alberto Giacometti.

Hann hafði rétt fyrir sér um það að sögn The Guardian.

Craxton rakst á ljósakrónuna hjá fornmunasala í Lundúnum og var fljótur að slá til og kaupa hana. En þrátt fyrir að hafa haft grun um að hún væri eftir Giacometti þá hengdi hann hana bara upp heima hjá sér og naut birtunnar frá henni næstu hálfu öldina, eða þar til hann lést 2009.

2015 var staðfest að ljósakrónan er verk Giacometti og hafi verið búin til í lok fimmta áratugarins.

Nú stendur til að selja hana á uppboði hjá Christie‘s og er reiknað með að allt að 7 milljónir punda fáist fyrir hana. Það svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað