Hann hafði rétt fyrir sér um það að sögn The Guardian.
Craxton rakst á ljósakrónuna hjá fornmunasala í Lundúnum og var fljótur að slá til og kaupa hana. En þrátt fyrir að hafa haft grun um að hún væri eftir Giacometti þá hengdi hann hana bara upp heima hjá sér og naut birtunnar frá henni næstu hálfu öldina, eða þar til hann lést 2009.
2015 var staðfest að ljósakrónan er verk Giacometti og hafi verið búin til í lok fimmta áratugarins.
Nú stendur til að selja hana á uppboði hjá Christie‘s og er reiknað með að allt að 7 milljónir punda fáist fyrir hana. Það svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.