Þetta sagði William Burns, forstjóri CIA, í gær þegar hann flutti ræðu í hinum virta Georgetown háskóla í Washington D.C.
„Sem sagt, þetta þýðir ekki að hann (Xi, innsk. blaðamanns) hafi ákveðið að gera innrás 2027 eða þess vegna nokkru sinni en þetta er alvarleg áminning um hvert hann beinir sjónum sínum og metnað hans. Mat CIA er að ekki eigi að vanmeta metnað Xi hvað varðar Taívan,“ sagði Burns.
Hann sagði að Xi sé væntanlega „hissa og taugaóstyrkur“ yfir mjög „slakri frammistöðu“ Rússa í stríðinu í Úkraínu og lélegum vopnum þeirra. Hann reyni nú að læra af þessu.