fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Norska lögreglan telur sig hafa leyst 24 ára morðmál

Pressan
Föstudaginn 3. febrúar 2023 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1999 var Knut Kristiansen, 71 árs, myrtur á heimili sínu í Osló. Þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu lögreglunnar tókst ekki að hafa uppi á morðingjanum. En nú telur lögreglan sig hafa leyst málið og geti sagt með vissu hver myrti Kristiansen.

Það er sérstakur rannsóknarhópur, sem hefur það verkefni að rannsaka gömul óleyst mál, sem leysti málið. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í gær. Fram kom að málið hafi meðal annars verið leyst með aðstoð nýrrar DNA-tækni.

Morðinginn var á fimmtugsaldri þegar hann myrti Kristiansen. Hann verður þó ekki spurður út í málið því hann lést ári eftir morðið.

Lögreglan sagði að mikilvægt sé að benda á að ekki sé verið að taka lagalega afstöðu varðandi sekt mannsins og því verði ekki skýrt frá nafni hans. Hann hafi látist fyrir mörgum árum og geti því ekki komið fyrir dóm og skýrt mál sitt.

Einnig er tekið tillit til ættingja mannsins með því að skýra ekki frá nafni hans.

Kristiansen var beittur miklu ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Flest benti til að hann hafi sjálfur hleypt morðingjanum inn í íbúðina því engin ummerki voru um innbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir