Í heildina voru kæruefnin 1.153 og sneru þau að heimilisofbeldi, fíkniefnum og vopnum.
Hald var lagt á fjölda ólöglegra muna, til dæmis skotvopn, sverð og fíkniefni.
BBC segir að heimilisofbeldi sé mjög stórt vandamál í Ástralíu og engin annar brotaflokkur krefjist jafn mikillar vinnu af hálfu lögreglunnar.
Lögreglan segir að meðal þeirra 648, sem voru kærðir í aðgerðinni, hafi 164 verið á lista yfir þá heimilisofbeldismenn sem lögreglan vildi allra helst hafa hendur í hári. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur sumra þeirra og aðrir höfðu brotið gegn nálgunarbanni.
Mal Lanyon, aðstoðarlögreglustjóri, sagði að þessi nýja taktík lögreglunnar miði að því að stöðva ofbeldið áður en til morðs kemur. Á síðasta ári voru 17 morð, tengd heimilisofbeldi, framin í New South Wales.
Einn af hverjum fimm Áströlum, 15 ára og eldri, hefur upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á heimilinu. Konur eru oftast fórnarlömbin í málum af þessu tagi og karlar gerendur. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að ofbeldi gegn konum í Ástralíu sé „óhugnanlega algengt“.