fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hvarf unglings heltók kínversku þjóðina – Nú er líkið fundið og vangavelturnar eru enn meiri en áður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 22:00

Hu Xinyu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn fannst lík Hu Xinyu, 15 ára, í skógi nærri heimavistarskólanum þar sem hann stundaði nám. Hans hafði þá verið leitað í rúmlega 100 daga.

Fjölskylda hans tilkynnti um hvarf hans í október og var mikil leit gerð að honum. Hvarf hans var mánuðum saman eitt heitasta umræðuefnið á kínverska Internetinu. Mörgum spurningum var varpað fram, hugmyndum og umræður áttu sér stað. Lögreglan leitaði og leitaði að Hu en án árangurs. Í einni leitaraðgerðinni tóku mörg þúsund sjálfboðaliðar þátt.

En það var ekki fyrr en á fimmtudaginn sem lík Hu fannst. CNN segir að það hafi verið almennur borgari sem fann líkið. Það var í fötum sem pössuðu við þau föt sem Hu var í þegar hann hvarf. Lögreglan fékk því fjölskyldu hans og lögmann hennar á vettvang til að bera kennsl á líkið. DNA-rannsókn staðfesti síðan að líkið var af Hu að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Shangrao. Einnig kemur fram í tilkynningunni að hljóðupptökutæki, sem fannst næri líkinu, hafi verið sent í rannsókn.

En líkfundurinn varð ekki til þess að slá á umræðurnar um málið, hann ýtti frekar undir þær og nýjar spurningar vöknuðu um kringumstæðurnar varðandi andlátið.

Síðasta myndin sem náðist af Hu.

 

 

 

 

 

CNN segir að á Weibo, sem er kínverska útgáfan af Twitter, hafi umræður um dauða Hu verið fyrirferðarmesta efnið í gær. Sum myllumerkin fengu mörg hundruð milljónir lestra.

Margar athugasemdir snerust um af hverju umfangsmikil leit lögreglunnar, sem notaðist við sporhunda, dróna og hitamyndavélar, skilaði engum árangri.

Líkið fannst í aðeins 5 mínútna göngufæri frá heimavistarskólanum en á milli skógarins og lóðar skólans er tveggja metra hár veggur að sögn kínverska ríkisútvarpsins.

Búið er að kryfja líkið en niðurstöður krufningarinnar hafa ekki verið gerðar opinberar.

Það er ekki óalgengt að börn og unglingar hverfi í Kína en hvarf Hu er meðal þeirra mannshvarfa sem hafa fengið mesta athygli kínversku þjóðarinnar á síðustu árum. CNN segir að talið sé að um ein milljón manna hafi týnst í Kína 2020 eða 2.739 að meðaltali á dag!

CNN segir að á kínverskum samfélagsmiðlum hafi fólk velt fyrir sér hvernig Hu gat horfið að því er virðist sporlaust og hafi bent á að landið sé þekkt fyrir að þar er mikill fjöldi eftirlitsmyndavéla og hátæknieftirlitsbúnaður á hverju götuhorni.

Síðast sást til Hu á upptöku eftirlitsmyndavélar á heimavist hans þann 14. október, um 15 mínútum áður en kvöldkennsla átti að hefjast.

Hann hvarf á milli heimavistarinnar og kennsluhúsnæðisins, á svæði þar sem engar eftirlitsmyndavélar eru. Fjölskylda hans tilkynnti um hvarf hans sex klukkustundum síðar. Hu skildi snjallúrið sitt og reiðufé eftir á heimavistinni og var aðeins með hljóðupptökutæki og skólaskírteini, sem er notað til að greiða fyrir máltíðir í skólanum, meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad