fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ótrúleg sjón blasti við lögreglumönnunum þegar þeir komu niður í kjallarann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 22:00

Austurrískir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurrískir lögreglumenn áttu enga von á því sem þeir lentu í þegar þeir fóru að húsi einu í bænum Obritz í síðustu viku.

Á fimmtudaginn fór starfsfólk félagsþjónustunnar að húsinu eftir að nágrannar höfðu tilkynnt að þeir heyrðu barnsraddir berast frá húsinu en hins vegar væri aldrei nein börn að sjá þar.

Þegar starfsfólk félagsþjónustunnar kom að húsinu veittist húsráðandinn, 54 ára karlmaður, að þeim með piparúða. Þá var lögreglan kölluð á vettvang. Þegar þar var komið við sögu hótaði maðurinn að drepa börnin sem væru í húsinu og því réðst lögreglan til inngöngu.

Í kjallaranum fundu lögreglumenn fertuga konu og sex börn á aldrinum sjö mánaða til fimm ára. Þau voru strax flutt á sjúkrahús. Læknisskoðun leiddi í ljós að þau voru ekki vannærð eða illa haldin eftir dvölina í kjallaranum.

Bild hefur eftir Erich Greil, varabæjarstjóra í Obritz, að nú þurfi að bera kennsl á börnin. Þau séu ekki á skrá yfir íbúa bæjarins og bæjarbúar hafi aldrei séð þau.

Bráðabirgðaniðurstöður lögreglurannsóknarinnar benda til að maðurinn sé svokallaður „prepper“ sem sé undir það búinn að heimsendir verði, eða allt að því heimsendir. Hann hafi því sankað að sér miklu magni matar og haldið sig eins mikið út af fyrir sig og hann gat.

Honum hefur verið sleppt úr haldi en börnin eru í umsjá félagsmálayfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður