Á undanförnum árum og áratugum hefur óhugnalegur fjöldi frétta borist af björgun stúlkna sem haldið var nauðugum, sumum í áratugi.
Elisabeth Fritzl var bjargað árið 2008. Henni hafði verið haldið nauðugri í kjallara í smábæ í Austurrík í 24 ár og það af föður sínum. Misnotkun hans leiddi til þess að Elisabeth fæddi sjö börn í kjallaranum og af þeim lifðu sex
Jaycee Lee Dugard var aðeins 11 ára þegar henni var rænt af pari árið 1991. Henni var haldið nauðugri sem kynlífsþræl í 18 ár áður en henni var bjargað og eignaðist tvö börn á því tímabili.
Á árunum milli 2002 og 2004 rændi maður að nafni Ariel Castro þremur stúlkum, Michelle Knight, Amanda Berry og Gina DeJesus í borginni Cleveland í Ohio. Eftir rúmlega áratugs martröð tókst Amöndu að flýja og var konunum þá loksins bjargað.
Fangar í íbúðahverfum og enginn veit neitt
Málin eru þó langtum fleiri þótt að þrjú ofangreind séu ef til vill með þeim þekktustu. Þegar slík mál koma upp er fólk eðlilega afa slegið.
Hvernig gat á því staðið að stúlkum væri haldið nauðugum og þeim misþyrmt inni í miðjum íbúðahverfum? Fjölmiðlar, og reyndar allir miðlar, fóru hreinlega á hliðina.
Tvo af ofangreindum ránum áttu sér stað í Bandaríkjunum, eitt í Austurríki.
Faraldur í Rússlandi?
Aftur á móti er minna um fréttaflutning af sambærilegum málum utan Vesturlanda.
Tvær rússneskar stúlkur voru lokaðar inni í kjallara sem kynlífsþrælar í næstum fjögur löng og erfið ár.
Þær Katya Martinova og Lena Simagina voru 14 og 17 ára þegar þær voru á leið heim frá bæjarhátíð í bænum Skopin í Rússlandi árið 2000.
Skopin er 30 þúsund manna bæjarfélag sem er frekar dreifbýlt og því alvanalegt að íbúar bjóði hverjir öðrum far, ekki síst á kvöldin eftir að almenningssamgöngur hætta.
Katya og Lena höfðu misst af síðasta strætó þegar að hinn 53 ára gamli Victor Mokhov bauð þeim far heim. Stúlkurnar þáðu það, enda tvær saman og Victor meinleysislegur.
Hann bauð þeim að súpa á vodkapela og þáðu stúlkurnar það. Meira mundu þær ekki fyrr en þær vöknuð í litlum gluggalausum klefa.
Klefinn átti eftir að vera þeirra heimili í næstum fjögur ár.
Victor Mokhov var verskmiðjustarfsmaður sem bjó hjá móður sinni. Hann hafði aldrei átt láni að fagna í kvennamálum og var einfari.
Enginn tók eftir Victor, hvað þá að nokkrum dytti í hug að hann hefði eytt löngum tíma í að undirbúa rán á stúlku eða stúlkum og byggt neðanjarðarbyrgi í þeim tilgangi.
Victor hafði smíðað sér skúr á lóðinni sem hann sagði móður sinni vera til smíða og viðgerða. En í raun var hann að byggja byrgi fyrir væntanlegan kynlífsþræl, helst nokkrar stúlkur.
Í herberginu var borð, tveir stólar og koja en stúlkurnar sváfu ávallt saman, þær höfðu jú engan annan að í lífinu.
Victor nauðgaði þeim daglega, niðurlægði og barði. Ef þær hlýddu ekki refsaði hann þeim með því að færa þeim ekki mat eða skrúfa niður súrefnið í klefanum þar til leið yfir þær.
Eftir eitt ár í vistinni fengu þær svarthvítt sjónvarp, kasettutæki, blöð og liti. Og þær teiknuðu og máluðu endalaust frá sér sorgina.
Verkin hengdu þær upp með tyggjói sem Victor stundum færði þeim og þegar að lögregla frelsaði þær voru hundruðir teikninga í klefanum.
Katya varð aldrei ófrísk en Lena aftur á móti þrisvar, af þremur drengjum sem Katya tók á móti í einverunni í skítugri holunni.
Þann fyrsta fékk hún að hafa hjá sér í fjóra mánuði áður en Victor tók hann af Lenu, öskrandi af sorg, einn fæddist andvana og þann þriðja tók Victor af Lenu tveggja mánaða gamlan.
Stúlkurnar reyndu endalaust að finna leiðir til að flýja en byrgið var steinsteypt og á tveimur hæðum og læsti Victor alltaf þeirri efri þegar hann kom niður til að misþyrma þeim.
Þær skrifuðu beiðni um hjálp og settu í bleyju drengsins sem Victor tók af Lenu en hann fann miðann og refsaði þeim grimmilega.
Eftir næstum fjögur ár komust stúlkurnar að því að móðir Victors hafði leigt tvítugri stúlku herbergi og missti Victor út úr sér að hún myndi enda í byrginu með þeim.
Hann missti einnig út úr sér að hún hefði sama tónlistarsmekk og því kom Katyu og Lenu til hugar að skrifa miða og fela innan í kasettu.
Victor kom nefnilega reglulega með nýja tónlist á kasettum handa þeim. Ef þær hegðuðu sér vel.
Planið gekk upp. Eins og stúlkurnar vonuðu færði Victor nýja leigjandanum kasettuna þegar hann skipti út og fann hún miðann og kallaði til lögreglu.
Lena komst að því að Victor hafði skilið syni hennar eftir á munaðarleysingjahæli og höfðu þeir verið ættleiddir.
Reyndi hún að komast í samband við syni sína en ákvað að halda því ekki til streitu, þótt sárt væri, þar sem þeir áttu sínar fjölskyldur og vildi Lena ekki koma lífi þeirra í uppnám.
Báðar hafa stúlkurnar kláruðu háskólanám, giftu sig og eiga börn. Þær hafa aðeins samþykkt að koma fram í einni heimildamynd um ránið.
Í myndinni eru þær alveg makalaust rólegar og segjast þær hafa einbeitt sér að framtíðinni – ekki fortíðinni. Báðar afþökkuðu sálfræðiaðstoð, sögðu lítinn tilgang í að rifja upp þessi ár og þætti þeim betra að ná bata með fjölskyldum sínum.
Það sem er hvað óhugnalegast í heimildamyndinni er sú fullyrðing Lenu og Katyu að það sé þúsundum stúlkna haldið í neðanjarðarbyrgjum eða sambærilegu í Rússlandi.
„Við fundumst, ekki allar hinar. Þetta er faraldur í Rússlandi sem enginn vill vita af. Trúið okkur, þær eru út um allt og skipta þúsundum. Kannski er stúlka eða stúlkur í húsinu við hliðina á þér.“