fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ósamfelld fasta er hugsanlega ekki eins gagnleg til þyngdartaps og talið var

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 16:30

Girnilegur morgunmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færð þú þér að borða rétt áður en þú ferð að sofa? Bíður þú með að borða í nokkrar klukkustundir eftir að þú ferð á fætur?

Það skiptir kannski ekki máli í sjálfu sér miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar. Samkvæmt þeim þá skiptir það kannski ekki eins miklu máli og áður var talið hvenær borðað er.

CNN segir að í rannsókninni hafi vísindamenn fylgst með 547 manns. Fylgst var með hversu mikið fólk borðaði auk þess sem notast var við upplýsingar um heilsufars þess og þyngd. Náði rannsóknin yfir sex ára tímabil. Hún hefur verið birt í vísindaritinu Journal of the American Heart Association.

Niðurstöður hennar eru að engin tengsl eru á milli þess hversu langt er á milli máltíða og þyngdar fólks.

Það hefur verið vinsæl megrunaraðferð árum saman að takmarka þann tíma sem má borða dag hvern. Með þessu eru föstur skipulagðar. Í nýju rannsókninni kom ekkert fram sem sýndi tengsl á milli þess að takmarka þann tíma dagsins, sem má borða á, og þyngdartaps að sögn Dr Wendy Bennett, aðalhöfundar rannsóknarinnar.

Hún sagði að það skipti engu hversu langur tími líði þar til borðað er eftir að farið er á fætur, hversu langan tíma borða má dag hvern og hversu nálægt háttatíma er borðað.  En hins vegar er hægt að tengja smærri skammta við þyngdartap sagði hún.

„Miðað við niðurstöður annarra rannsókna, og okkar, þá erum við farin að halda að tímasetning máltíða skipti líklega ekki beint máli hvað varðar þyngdartap,“ sagði hún.

Sérfræðingar segja að taka verði niðurstöðum rannsóknarinnar varlega þar sem lítið hafi verið um fólk úr minnihlutahópum meðal þátttakenda. Einnig geti félagslegir þættir á borð við umhverfi og stress skipt máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu