CNN segir að frá nóvember til desember á síðasta ári hafi verð á eggjum hækkað um 11,1% og að á tæpu ári hafi verðið hækkað um tæplega 60%.
Þetta hefur orðið til þess að sumir gerast lögbrjótar til að fá ódýrari egg.
Margir reyna nú að smygla eggjum frá Mexíkó en það er kolólöglegt.
Talskona landamæraeftirlitsins skýrði nýlega frá því á Twitter að það sé ólöglegt að taka ósoðin egg með frá Mexíkó til Bandaríkjanna og sektin geti verið allt að 10.000 dollarar fyrir brot á þessu.
Landamæraeftirlitið segir aukning hafi orðið á málum þar sem fólk reynir að smygla eggjum yfir landamærin.