fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Egg eru orðin munaðarvara – Stóraukið smygl

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 21:00

Það er hægt að nota eggjavatnið í garðinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðinn munaður að kaupa sér egg í Bandaríkjunum. Þau hafa hækkað mikið í verði vegna fuglaflensu sem hefur gert að verkum að lóga hefur þurft miklum fjölda varphænsna.

CNN segir að frá nóvember til desember á síðasta ári hafi verð á eggjum hækkað um 11,1% og að á tæpu ári hafi verðið hækkað um tæplega 60%.

Þetta hefur orðið til þess að sumir gerast lögbrjótar til að fá ódýrari egg.

Margir reyna nú að smygla eggjum frá Mexíkó en það er kolólöglegt.

Talskona landamæraeftirlitsins skýrði nýlega frá því á Twitter að það sé ólöglegt að taka ósoðin egg með frá Mexíkó til Bandaríkjanna og sektin geti verið allt að 10.000 dollarar fyrir brot á þessu.

Landamæraeftirlitið segir aukning hafi orðið á málum þar sem fólk reynir að smygla eggjum yfir landamærin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi