fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Voru með allar tölurnar réttar og áttu von á milljörðum – Svo kom símtalið sem breytti öllu

Pressan
Mánudaginn 23. janúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unga parið Rachel Kennedy og kærasti hennar Liam McCrohan lentu heldur betur í lukkupottinum í febrúar árið 2021 – eða það héldu þau.

Þau fengu skilaboðin sem flesta dreymir um – þau höfðu unnið stóra pottinn í EuroMillions lottóinu á áskriftarmiða sinn. Vinningurinn hljóðaði upp á tæpa 33 milljarða.

Þau byrjuðu strax að gera áform um nýja lífið sem tæki nú við hjá þeim, með allan þennan pening.

Það voru því ólýsanleg vonbrigði þegar Rachel fékk að heyra það frá umsjónarmönnum lottósins að ekki hafi reynst heimild á reikningi hennar þegar skuldfæra átti gjaldið fyrir áskriftina – miðinn hafði því ekki verið keyptur í raun og veru og skilaboðin send henni fyrir mistök.

Þau voru vissulega með allar tölur réttar, eða hefðu verið það hefði miðinn í raun verið keyptur.

Þau segja að vonbrigðin hafi verið áþreifanleg, einkum hjá Liam sem hafði þegar byrjað að eyða peningunum í huga sér.

„Ég varð algjörlega eyðilagður þegar ég heyrði manninn í símanum segja að við hefðum í raun ekki keypt miðann. Ég var farinn að sjá fyrir mér draumahúsið og draumabílinn, ég held að ég hafi farið aðeins fram úr mér, til að vera hreinskilinn.“

Umsjónarmaður lottósins óskaði þeim þó góðs gengist í næstu útdráttum. Þau Liam og Rachel segja að þau hafi ákveðið að skipta um tölur á áskriftarmiða sínum, enda ólíklegt að vinna aftur með þær sömu.

Nú halda þau í þá von að hafa heppnina með sér aftur, ef heppni má kalla.

Express greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi