Börnin dvöldu öll á sama hótelinu en þau höfðu sótt um hæli í Bretlandi og höfðu komið þangað ein. The Guardian segir að mörgum af börnunum hafi verið rænt á götu úti, nærri hótelinu.
„Börnin eru bókstaflega tekin upp fyrir framan bygginguna, síðan hverfa þau og finnast ekki aftur. Þau eru tekin á götu úti af fólki sem stundar mansal,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum heimildarmanni sem starfar fyrir Mitie en það er fyrirtækið sem rekur umrætt hótel sem innanríkisráðuneytið er með á leigu.
Hótelið er í Brighton. Þar hafa 600 börn verið vistuð en 136 hafa horfið á síðustu 18 mánuði. 79 þeirra hafa ekki fundist.
En þetta er bara toppurinn á ísjakanum að sögn The Guardian sem segir að tölur frá því í október sýni að 222 börn, sem hafa komið ein til Bretlands og sótt um hæli, hafi horfið af hótelum þar sem þeim var komið fyrir.
Innanríkisráðuneytið hefur að sögn ítrekað verið varað því að fólk, sem stunda mansal, myndi reyna að ná þessum börnum sem eru í mjög viðkvæmri stöðu.