Nú er enn eitt málið komið upp á yfirborðið. Tveir fyrrum lögreglumenn, báðir eru komnir á eftirlaun, hjá Lundúnalögreglunni eru grunaðir um að hafa verið félagar í barnaníðshring sem starfaði innan lögreglunnar. Skiptust meðlimirnir meðal annars á barnaklámi.
Þessar upplýsingar komu fram eftir að Richard Watkinson, yfirlögregluþjónn í vesturhluta Lundúna, fannst látinn daginn sem hann átti að mæta á lögreglustöð til að taka við ákæru vegna vörslu barnakláms. Talið er að hann hafi tekið eigið líf.
Búið er að ákæra tvo fyrrum lögreglumenn í Lundúnalögreglunni fyrir vörslu barnakláms, framleiðslu barnakláms og fleiri brot því tengd.
Nýlega var skýrt frá máli David Carrick, 48 ára lögreglumanns, sem hefur játað 24 nauðganir og álíka mörg ofbeldisbrot. Þá er mál Sarah Everhard, 31 árs, mörgum enn í fersku minni en lögreglumaður nauðgaði henni og myrti í Lundúnum 2020.
„Þetta eru án vafa dekkstu vikur lögreglunnar í þau tæpu 30 ár sem ég hef starfað hér. Traustið á lögreglunni hangir á bláþræði,“ sagði Lee Freeman, lögreglustjóri í Humberside í samtali við Sky News.