„Ný regla á skrifstofunni: Fyrir hverja mínútu, sem þú mætir of seint til vinnu, þarftu að vinna í 10 mínútur eftir klukkan 18. Ef þú mætir til dæmis klukkan 10.02, þá verður þú að vinna 20 mínútur auka eða þangað til klukkan 18.20.“
Segir í reglunni sem fór illa í starfsfólkið.
Daily Star segir að reglunni hafi verið deilt á Reddit þar sem margir tjáðu sig um hana.
En hvað finnst þér um þetta lesandi góður? Er í lagi að setja svona reglu?