Science Alert skýrir frá þessu og segir að samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá liggi fyrir að við séum enn með þau gen sem geta látið okkur fá feld.
Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að í gegnum þróun mannsins hafi einfaldlega verið „slökkt“ á genunum sem sáu um að láta fólk vera með feld.
Vísindamennirnir voru hissa á að mörg spendýr höfðu losað sig feldinn á síðustu mörg þúsund árum. Af þeim sökum byrjuðu þeir að rannsaka gen 62 spendýrategunda og komust að því að ákveðið ferli í genum þeirra gerði að verkum að þau hættu að vera með feld. Genin höfðu þó ekki stökkbreyst og horfið, þau höfðu einfaldlega orðið óvirk.
Menn eru ein þessara tegunda og niðurstöður rannsóknarinnar benda til að séum enn með þessi gen, þau séu bara í dvala.