fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fólk getur fengið feld á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 10:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef farið er aftur í ættartré mannkynsins finnum við forfeður sem voru ansi loðnir, voru með feld. Nútímamenn eru ekki með svo mikið hár en samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í tímaritinu eLife, þá getum við enn fengið feld.

Science Alert skýrir frá þessu og segir að samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá liggi fyrir að við séum enn með þau gen sem geta látið okkur fá feld.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að í gegnum þróun mannsins hafi einfaldlega verið „slökkt“ á genunum sem sáu um að láta fólk vera með feld.

Vísindamennirnir voru hissa á að mörg spendýr höfðu losað sig feldinn á síðustu mörg þúsund árum. Af þeim sökum byrjuðu þeir að rannsaka gen 62 spendýrategunda og komust að því að ákveðið ferli í genum þeirra gerði að verkum að þau hættu að vera með feld. Genin höfðu þó ekki stökkbreyst og horfið, þau höfðu einfaldlega orðið óvirk.

Menn eru ein þessara tegunda og niðurstöður rannsóknarinnar benda til að séum enn með þessi gen, þau séu bara í dvala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi