fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Tæplega 50 ára mál loksins leyst – Hún var beitt óhugnanlegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 22:00

Jacqui var myrt á hrottlegan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hryllileg sjón sem mætti þeim í stofunni. Eins og tekið út úr hryllingsmynd. Á gólfinu lá unglingsstúlka. Henni hafði verið nauðgað og síðan stungin í bakið, bringuna og kynfærin. Hún hafði síðan verið kyrkt.

Hún hét Jacquelin „Jacqui“ Montgomery og var aðeins 15 ára. Morðið skók samfélagið í Islington í norðurhluta Lundúna. Þetta var árið 1975.

Nú, tæplega hálfri öld síðar, hefur málið loksins verið leyst og dómur er fallinn í því.

BBC og Sky News segja að Dennis McGrory hafi verið fundinn sekur um að hafa beitt Jacqui hrottalegu ofbeldi og myrt hana.

Grunur lögreglunnar beindist að McGrory á sínum tíma og hann var ákærður fyrir níðingsverkið.  En dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir til að hægt væri að sakfella hann og því var hann sýknaður.

Hann gekk því laus í tæpa hálfa öld eða þar til systir Jacqui fór fram á að ný DNA-rannsókn yrði gerð með tækni sem var ekki til árið 1975.

Niðurstaðan var að lífsýni, sem fundust á líkinu, reyndust vera úr McGrory sem er nú 75 ára.

McGrory var fundinn sekur um morðið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann var ákærður á nýjan leik og nú var hann fundinn sekur um að hafa beitt Jacqui hrottalegu ofbeldi og að hafa myrt hana.

Dómarinn sagði að McGrory hafi verið „brjálaður af reiði“ þegar hann myrti Jacqui en hann hafði komið heim til hennar þegar hann var að reyna að finna frænku hennar, Josie Montgomery, sem var fyrrum unnusta hans.

Saksóknari sagði að McGrory hefði áður hótað að nauðga Jacqui og að á þessu júníkvöldi 1975 hefði hann gert alvöru úr hótunum sínum.

Dómarinn sagði að hann hafi haft „óendurgoldinn kynferðislegan áhuga“ á Jacqui.

McGrory hefur ávallt neitað sök.

Hann var dæmdur í  25 ára og 126 daga fangelsi hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu