Sky News skýrir frá þessu og segir að Jamaíka hafi lengið verið notuð sem miðstöð fyrir smygl á fíkniefnum og vopnum til Norður-Ameríku og Evrópu.
Lögreglan segir að flutningaskipið hafi komið frá Suður-Ameríku.
Kókaínið var í 50 stórum pokum og voru 1.250 pakkar í hverjum poka.
Þetta er mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í einni aðgerð á Jamaíka.