Taylor Dunham var einmitt mjög þreytt þegar hún kom heim úr vinnu eftir 16 klukkustunda langan vinnudag. Hún orkaði einfaldlega ekki að horfa á sjónvarpið og þráði ekkert heitar en að kasta sér upp í rúm og fara að sofa.
En þegar hún opnaði dyrnar inn í svefnherbergið mætti henni sjón sem hún átti enga von á. Í rúminu var kærastinn hennar með annarri konu.
Í stöðu sem þessari búast eflaust flestir við að út brjótist deilur með tilheyrandi ásökunum og öskrum.
En í þessu tilfelli fór ekki svo því Taylor ákvað bara að leggjast upp í rúm til að geta farið að sofa. Hún var einfaldlega of þreytt til að rífast að sögn Daily Star.
Hún deildi þessari sögu sinni á TikTok og vakti hún að vonum mikla athygli enda viðbrögð hennar við að finna kærastann í rúminu með annarri konu ansi óvenjuleg.
„Ég að hugsa um mig þegar ég kom heim eftir 16 klukkustunda vinnudag og kærastinn minn var í rúminu með annarri konu og ég lagðist upp í rúm hjá þeim og bað þau um að ljúka sér af annars staðar, því ég var of þreytt til að rífast,“ segir hún í myndbandinu.
Margir vildu fá svar við hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir kærastann og því svaraði hún: „Ég bað hann um að pakka niður. Þau fóru. Nú eiga þau barn saman. Ég var komin yfir þetta. Ég svaf eins og barn þessa nótt.“