En eftir frekari rannsóknir lækna komust þeir að því að Ace var með bráðamergfrumuhvítblæði.
Strax var hafist handa við að reyna að koma honum heim til Bretlands svo hann gæti notið umönnunar heilbrigðisstarfsfólks þar. En áður en það tókst að flytja hann heim versnaði heilsa hans til muna og hann fékk áfall sem orsakaði blæðingu inn á heila. Hann lá á sjúkrahúsi þegar þetta gerðist og brugðust læknar við með því að setja hann í dá.
En því miður reyndist ekki unnt að bjarga lífi hans og var hann úrskurðaður heiladauður. Hann lést síðan 14. janúar. Daily Star skýrir frá þessu.
„Það eru engin fótspor svo smá að þau skilji ekki eftir sig slóð í þessum heimi. Góða nótt Ace. Í dag tók náttúran sína stefnu, þú ert öll tilvera mína og ég vil elska þig og muna eftir þér þar til ég dreg síðasta andardráttinn,“ skrifaði móðir hans á Facebook eftir andlát hans.