fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Heita verðlaunum fyrir upplýsingar – Sex manna fjölskylda var myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 21:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kaliforníu hefur heitið 10.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem verða til þess að henni takist að finna þá sem myrtu sex manna fjölskyldu í bænum Goshen aðfaranótt mánudags.

Lögreglan segir að um „markvissa árás“ hafi verið að ræða og að fólkið hafi verið tekið af lífi. Beinist grunur hennar að átökum glæpagengja og leitar lögreglan að tveimur mönnum hið minnsta. ABC News skýrir frá þessu.

Lögreglunni var tilkynnt um skot í húsi í Goshen, sem er um 350 km frá San Francisco, klukkan 03.30 aðfaranótt mánudags. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir fimm lík. Tvö voru við götuna, eitt í anddyri hússins, þar sem árásin átti sér stað, og hin inni í húsinu. Einn  af þolendunum var á lífi og var strax fluttur á sjúkrahús en lést þar af völdum áverka sinna.

Meðal fórnarlambanna voru Alissa Parraz, 17 ára, og sonur hennar, Nycholas Parraz 10 mánaða. Þau voru bæði skotin í höfuðið að sögn Mike Boudreaux, lögreglustjóra.

Auk Alissa og Nycholas voru þau Rosa Parraz, 72 ára, Eladio Parraz Jr, 52 ára, Jennifer Analla, 50 ára, og Marcos Parraz, 19 ára, myrt. Þau voru öll úr sömu fjölskyldunni.

Fyrir viku síðan gerði lögreglan leit í húsinu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Af þeim sökum telur hún að morðin tengist átökum glæpagengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu