fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lögreglumaður játar fjölda nauðgana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 21:00

David Carrick. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær játaði David Carrick, 48 ára fyrrum lögreglumaður, enn eitt afbrotið sem hann er ákærður fyrir. Hann hefur nú játað 49 ákæruliði, þar af 24 nauðganir. Brotaþolarnir eru 12 konur.

Hann starfaði sem lögreglumaður þar til í október 2021 þegar hann var handtekinn. Mál hans hefur vakið mikinn óhug meðal bresku þjóðarinnar og valdið lögreglunni álitshnekki.

BBC segir að flest brotin hafi Carrick framið í Hertfordshire þar sem hann bjó.

Hann játaði 48 ákæruliði í desember og í gær bættist enn ein játningin við fyrir dómi en þá játaði hann fjórar nauðganir og að hafa lokað konu inni og haldið fanginni árið 2003.

Brot hans áttu sér stað frá 2003 til 2020. Lögreglan reiknar með að enn fleiri fórnarlömb muni gefa sig fram.

Lögreglan hefur beðist afsökunar opinberlega og viðurkennt að hún hefði átt að uppgötva afbrotamynstur hans fyrr. Þar sem hún hafi ekki gert það hafi hún misst af tækifæri til að losa sig við hann. Barbara Gray, aðstoðarlögreglustjóri, viðurkenndi að staða Carricks sem lögreglumanns gæti hafa orðið til þess að fórnarlömb hans urðu fleiri en annars hefði orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“