fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lögreglumaður játar fjölda nauðgana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 21:00

David Carrick. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær játaði David Carrick, 48 ára fyrrum lögreglumaður, enn eitt afbrotið sem hann er ákærður fyrir. Hann hefur nú játað 49 ákæruliði, þar af 24 nauðganir. Brotaþolarnir eru 12 konur.

Hann starfaði sem lögreglumaður þar til í október 2021 þegar hann var handtekinn. Mál hans hefur vakið mikinn óhug meðal bresku þjóðarinnar og valdið lögreglunni álitshnekki.

BBC segir að flest brotin hafi Carrick framið í Hertfordshire þar sem hann bjó.

Hann játaði 48 ákæruliði í desember og í gær bættist enn ein játningin við fyrir dómi en þá játaði hann fjórar nauðganir og að hafa lokað konu inni og haldið fanginni árið 2003.

Brot hans áttu sér stað frá 2003 til 2020. Lögreglan reiknar með að enn fleiri fórnarlömb muni gefa sig fram.

Lögreglan hefur beðist afsökunar opinberlega og viðurkennt að hún hefði átt að uppgötva afbrotamynstur hans fyrr. Þar sem hún hafi ekki gert það hafi hún misst af tækifæri til að losa sig við hann. Barbara Gray, aðstoðarlögreglustjóri, viðurkenndi að staða Carricks sem lögreglumanns gæti hafa orðið til þess að fórnarlömb hans urðu fleiri en annars hefði orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi