BBC segir að samkvæmt nýju lögunum sé einnig bannað að auglýsa eða kynna tóbaksvörur. Tóbak má heldur ekki vera sýnilegt í verslunum.
Þetta er ein harðasta löggjöfin á þessu sviði í heiminum og herðir hún enn frekar lög frá 2008 sem kváðu á um að reyklaus svæði þurfi að vera á börum, veitingastöðum og vinnustöðum.
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, tekur löggjöfinni fagnandi og segir að WHO fagni svo hugrökku skrefi.