fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ótrúleg uppgötvun frá ísöld

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 15:00

Hellamálverkin þykja stórmerkileg. Mynd:Bacon et al. / CAJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugafornleifafræðingur gerði nýlega ótrúlega uppgötvun. Hann uppgötvaði að 20.000 ára skrift í hellamálverkum.

Hellamálverk forfeðra okkar eru ein fárra leiða sem við höfum til öðlast innsýn í líf forfeðranna. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að hellamálverkin séu meira en bara listaverk.

The Guardian segir að á mörgum hellamálverkum, víða um Evrópu, sé einnig að finna frumstætt skrifmál sem forfeður okkar notuðu til að hafa yfirsýn yfir gang tunglsins og mökunarmynstur þeirra dýra sem þeir veiddu.

Þetta frumstæða skrifmál hefur fundist í 20.000 ára gömlum hellamálverkum og að sögn Paul Pettitt, prófessors í fornleifafræði við Durham háskólann og meðhöfundar rannsóknarinnar, þá er þetta elsta dæmið um að menn hafi gert dagatal og skrifað hluti niður.

Hann sagði að niðurstöðurnar sýni að veiðimenn/safnarar á ístímanum hafi verið þeir fyrstu til að nota kerfisbundið dagatal og til að skrá upplýsingar um stóra atburði í náttúrunni niður í dagatalið.

Lengi vel lék grunur á að hinir mörgu punktar, strik og aðrar merkingar, sem sjást á hellamálverkum, hafi haft ákveðna þýðingu. En það var ekki fyrr en áhugafornleifafræðingurinn Bennett Bacon eyddi „ótal“ klukkustundum við að sitja og ráða þessi merki sem það fékkst staðfest að þau hefðu ákveðna merkingu. Bacon er aðaldrifkrafturinn á bak við nýju rannsóknina.

Vísindamennirnir benda á að í raun sé ekki um tungumál að ræða því hér hafi aðeins grundvallarupplýsingar verið skráðar og yfirsýn verið höfð yfir gang tímans.

Vísindamenn vonast til að geta öðlast enn meiri skilning á þessu frumstæða ritmáli og að þei geti leyst fleiri hluta þess og þannig verði hægt að skilja hvernig upplýsingar forfeður okkar kunnu að meta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi