Sænska baráttukonan Greta Thunberg var ýtt, ásamt öðru fólki, í burtu frá mótmælum í Þýskalandi í dag. Greta var ásamt hópi fólks að mótmæla stækkun kolanámu.
Samkvæmt þýska fjölmiðlinum Bild þá hafði Greta neitað að fara að fyrirmælum lögreglunnar og var hún þess vegna leidd í burtu af lögreglu. Þá segir að Greta hafi verið glottandi á meðan.
Í myndbandi sem Joanie Lemercier, sem deilir sömu hugsjónum og Greta þegar kemur að loftslagsmálum, má sjá er lögreglan ýtir Gretu og fleira fólki í burtu frá mótmælunum. Að sögn Joanie voru mótmælin lögleg.
Fossil fuel companies need violence to keep extracting coal.
Here @GretaThunberg and @Luisamneubauer being brutaly pushed during the legal and registered protest.pic.twitter.com/EsmghEngsp
— ᴊᴏᴀɴɪᴇ ʟᴇᴍᴇʀᴄɪᴇʀ (@JoanieLemercier) January 15, 2023