The Guardian skýrir frá þessu og segir að hveiti sé nú um 20% af þeim hitaeiningum sem jarðarbúa innbyrða daglega. En vegna hnattrænnar hlýnunar stöndum við frammi fyrir fleiri hitabylgjum, þurrkum og gróðureldum sem gætu eyðilagt uppskeru í framtíðinni og valdið hungursneyð.
En það verður hægt að koma í veg fyrir slíkar hremmingar vegna nýrrar rannsóknar vísindamanna við John Innes Center í Norwich. Þeir vinna að verkefni sem snýst um að gera hveiti þannig úr garði að það þoli hita og þurrka betur. Þetta hefur reynst ansi snúið en tilraunir hefjast á næstu vikum með þetta þegar erfðabreytt hveiti verður gróðursett á Spáni.
Hæfileiki þessara nýju afbrigða til að standast hitana á Spáni mun skera úr um hversu vel vísindamönnum mun ganga að vernda uppskeru framtíðarinnar fyrir loftslagsbreytingunum og þannig auka matvælaframleiðslu okkar.