fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Erfðabreytt hveiti gæti brauðfætt okkur þegar jörðin er orðin of heit

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 18:00

Hveiti er mikilvæg fæða milljarða jarðarbúa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum loftslagsbreytinganna eru ýmsar tegundir plantna í hættu. Matur um 4,5 milljarða jarðarbúa er í hættu vegna þessa.  Þetta á meðal annars við um hveiti sem er mikilvægur hluti af fæðu mannkynsins. En nú hafa vísindamenn fundið lykilinn að því að búa til hitaþolið hveiti.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að hveiti sé nú um 20% af þeim hitaeiningum sem jarðarbúa innbyrða daglega. En vegna hnattrænnar hlýnunar stöndum við frammi fyrir fleiri hitabylgjum, þurrkum og gróðureldum sem gætu eyðilagt uppskeru í framtíðinni og valdið hungursneyð.

En það verður hægt að koma í veg fyrir slíkar hremmingar vegna nýrrar rannsóknar vísindamanna við John Innes Center í Norwich. Þeir vinna að verkefni sem snýst um að gera hveiti þannig úr garði að það þoli hita og þurrka betur. Þetta hefur reynst ansi snúið en tilraunir hefjast á næstu vikum með þetta þegar erfðabreytt hveiti verður gróðursett á Spáni.

Hæfileiki þessara nýju afbrigða til að standast hitana á Spáni mun skera úr um hversu vel vísindamönnum mun ganga að vernda uppskeru framtíðarinnar fyrir loftslagsbreytingunum og þannig auka matvælaframleiðslu okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi