Ernie Baggett, forstjóri almannavarna í Autuaga County, sagði að mikið tjón hafi orðið í sýslunni, meðal annars í Old Kingston og Marbury þar sem 40 til 50 hús hafi skemmst mikið eða eyðilagst.
Hann sagði einnig að 12 hafi slasast alvarlega og verið fluttir á sjúkrahús.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sex sýslum.