fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Harry prins segist ekki sjá eftir að hafa gefið upp tölu föllnu talibananna – „Er að vinna með mínar tilfinningar”

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að gefa upp fjölda þeirra talibana sem hann banaði í stríðinu í Afganistan. Kemur þetta fram í viðtali við prinsinn sem birtist í tímaritinu People í dag. 

Segir hann að með því að með því að opna sig um fjöldann sé að hjálpa sjálfum sér að ná bata svo og að hjálpa öðrum í sömu stöðu.

Sjá: Breskir hermenn æfir yfir yfirlýsingu Harry um drápin í Afganistan – „Hvað er maðurinn að hugsa?“

Yfirmenn innan hersins segja það stríða gegn heiðri hermanna breska hersins að kasta fram tölu um fórnarlömb. Slíkt sé einfaldlega ekki rætt nema í einkasamtölum og aldrei í fjölmiðlum. Mannfall sé óhjákvæmilegur harmleikur í stríði, ekki númer til að haka í.

Sömu sérfræðingar segja að með yfirlýsingunni hafi Harry ekki bara sett sig, konu sín og börn í lífshættu, heldur einnig aðra meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar svo og breska hermenn og almenning allan.

Mikilvægt fyrir hermenn að ræða hlutina opinskátt

En Harry heldur fast við sitt og segir í viðtalinu það vera mikilvægt fyrir hermenn að ræða opinskátt þann hluta hermennskunnar sem enn sæki á þungt á þá.

Sú yfirlýsing hefur reyndar komið á óvart þar sem Harry segist í bók sinni, Spare, ekki líta á hina föllnu talibana sem manneskjur heldur taflmenn sem nauðsynlegt hafi verið að fjarlægja.

Harry var tíu ár í hernum, frá 2005 til 2015,  og fór tvær ferðir til Afganistan, 2007-2008 og 2012-2013. Hann fór í sex árásarferðir sem urðu 25 stríðsmönnum talibana að bana.

Yfirleitt vita hermenn ekki nákvæma tölu þeirra sem skotnir eru til bana úr árásarþyrlum líkt og þeim er Harry flaug en prinsinn segist hafa horft á upptökur úr myndavél þyrlunnar þegar snúið var aftur til herbúða að árásarferð lokinni auk þess að fletta upp í gagnabanka þyrlunnar.

„Mín tala er 25. Það er ekki tala sem fyllir mig einhverri gleði en ég skammast mín ekki heldur fyrir hana,” segir Harry í viðtalinu við People.

Talibanar hafa áður hótað Harry og öðrum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar vegna herþjónustu prinsins en sérfræðingar í öryggismálum segja að sú hætta hafi nú margfaldast.

Kallað eftir hefndaraðgerðum

Talsmenn talibana svo og aðrir öfgamenn jihadista kalla eftir hefnd og segja sérfræðingar að prinsinn þurfi að margfalda öryggisgæslu sína til að koma í veg fyrir mannrán eða jafnvel morð á honum, konu hans, Meghan, og börnum.

Harry hafi einnig sett aðra breska hermenn í hættu, alla konungsfjölskylduna svo og almenning, ekki síst fólk sem er statt á sömu svæðum og hann. Er þar til að mynda vísað til Invictus leikanna sem Harry stofnaði til en á þeim keppa fatlaðir hermenn í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Harry hefur hingað til haft miklar áhyggjur af öryggismálum sínum og fjölskyldu sinnar og kemur því flestum á óvart að hann skuli taka áhættu sem þessa.

„Það er engin rétt eða röng leið til að vinna með þessar tilfinningar en í minni vegferð að bata veit ég að þögnin er að minnsta kosti ekki sú réttasta í stöðunni.

Með því að tjá mig um reynslu mína vonast ég til að geta hjálpað öðrum,” segir prinsinn í viðtalinu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“