Noregur er auðvitað stórt og langt land og þar getur veðrið verið ansi misjafnt á milli landshluta. Það átti einmitt við á laugardaginn þegar norska veðurstofan skýrði frá því á Twitter að tæplega 50 stiga hitamunur hafi verið á norska meginlandinu.
Í Kautokeino sveitarfélaginu, sem er stærsta sveitarfélag landsins, sem er norðan við Finnland fór frostið niður í 38,2 stig aðfaranótt laugardags. Síðar á laugardaginn mældist hitinn í Opstveit í Vestland, sem er í suðvesturhluta landsins, 11,1 stig.
Hitamunurinn var því 49,3 stig.