fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Missti minnið og var ekki hugað líf eftir skelfilega árás – Átta árum síðar fór Brittani að dreyma sama nafnið nótt eftir nótt

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 8. janúar 2023 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brittani Marcell var 17 ára og bjó með móður sinni, Diane, og sex systkinum í Albuquerque í Nýju Mexíkó þegar að líf hennar breytttist á augabragði. 

Þann 11. september 2008 kom Diane heim í hádeginu og ætluðu þær mæðgur að borða saman. En það kom engin Brittani til dyra að fagna móður sinni. 

Brittany Marcell

Lá alblóðug

Uppáhaldssólgleraugu Brittany lágu við útidyrnar og þegar inn var komið lá Brittani á gólfinu og rann blóð úr höfði hennar. Yfir henni stóð ungur maður og hélt á skóflu. 

Þegar að ungi maðurinn sá Diane henti hann frá sér skóflunni, hljóp inn í eldhúsið og kom til baka með stóran steikarhníf. Diane hafði verið lömuð af skelfingu en hafði þó vit á að taka á rás þegar hún sá manninn hlaupa að sér öskrandi að hún ,,væri næst.”

Diane hljóp öskrandi út úr húsinu en ungi maðurinn braut stofuglugga og flúði út um hann. 

Brittani hafði verið slegin í hnakkann og hlaut mikla áverka, meðal annars margfalt höfuðkúpubrot og kjálkabrot. Handleggur hennar brotnaði einnig svo og úlnliður. Höfuðmeiðslin voru slík að Brittani var tíu daga í dái. 

Var ekki hugað líf

Brittani var í upphafi ekki hugað líf en lifði þó árásina af, þvert á spár lækna. Hún var aftur á móti blind á öðru auga, heyrnarlaus á öðru eyra og þurfti að læra frá grunni að ganga, tala, lesa, skrifa og borða. 

Við tóku mörg ár stífrar endurhæfingar sem enn sér ekki fyrir endann á.

Árásarvopnið

Minni Brittani var einnig að mestu leyti horfið, sérstaklega allt sem tengdist síðustu 3-4 árum fyrir árásina. Hún mundi ekki eftir skólanum, þekkti ekki vini sína og það sem hvað verst var; hún mundi ekkert eftir árásinni. 

Lögregla var nokkuð viss um að árásarmaðurinn þekkti Brittani, árásin þótti það persónuleg að ólíklegt væri að um ókunnugan hefði verið að ræða. 

Á gólfinu fannst einnig límbandsrúlla sem benti til þess maðurinn hefði ætlað sér að ræna Brittani. 

Því miður gat Diane ekki lýst manninum, hún hafði verið í of miklu áfalli. en mundi þó að hann hefði verið ungur, hugsanlega á svipuðum aldri og dóttir hennar eða aðeins eldri.

Sífelld vonbrigði

Eina sönnunargagnið sem maðurinn hafði skilið eftir var einn lítill blóðdropi þar sem maðurinn hafði skorið sig við að brjóta stofugluggann. 

En það fannst engin samsvörun í DNA gagnabönkum yfirvalda. 

Fjöldi ábendinga barst en aldrei fannst maðurinn. Í hvert skipti sem ný ábending barst byrjaði Marcell fjölskyldan að vona að kannski væri þessi sú rétta og Brittani fengi loksins réttlæti. En fjölskyldan varð fyrir vonbrigðum æ ofan í æ. 

Þannig liðu næstu átta ár þar til sama nafnið fór aftur og aftur að poppa upp í huga Brittani. Hana dreymdi meira að segja nafnið.

Justin Hansen. 

Tölvugerða myndin var nákvæmlega eins og ljósmynd af Justin.

Sólgleraugnabásinn

Brittani og Justin höfðu kynnst nokkrum árum fyrr. Þrátt fyrir að vera sjö árum eldri en Brittany höfðu þau eytt miklum tíma saman þar sem Justin var kærasti systur bestu vinkonu Brittani.

Brittani og Justin voru bæði tíðir gestir á heimili systranna, horfðu saman á sjónvarp, spiluðu tölvuleiki og annað sem ungmenni gera í frístundum. 

Nokkrum vikum eftir að nafnið kom upp í huga Brittani fór hún að muna aðeins meira. Hún mundi að Justin hafði oft komið við í verslunarmiðstöðinni þar sem Brittani vann með skóla í bás sem seldi sólgleraugu.

Brittany sagði lögreglu frá því hvernig hún hefði allt í einu farið að leiða hugann stanslaust að sama nafninu. Var því rannsóknarstofa í DNA fræðum fengin til að búa til tölvumynd af hvernig árásarmaðurinn gæti litið út, allt út frá eina litla blóðdropanum sem fannst.

Var tæknin tiltölulega ný á þessum tíma en þegar að rannsóknarstofan skilaði af sér myndinni brá lögreglu. Tölvumyndin var eins og ljósmynd af Justin Hansen. 

Justin við handtökuna.

Sagðist ekki vita hver Brittani væri

Justin bjó í smábæ í Nýju Mexíkó ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann var kallaður til yfirheyrslu en harðneitaði sök og sagðist ekki muna eftir Brittani, hann hefði varla þekkt hana, aldrei heimsótt hana í sölubásinn né haft nein samskipti við hana heima hjá þáverandi kærustunni.

Sameiginlegir vinir Brittani og Justin mótmæltu þeim framburði harðlega. Sögðu þeir Justin oft hafa rætt um hvað honum fyndist Brittani flott og daðrað svo að segja stöðugt við hana, þegar að kærastan sá ekki til. 

Justin var meira að segja enn með símanúmer Brittani í síma sínum og átti hann í töluverðum erfiðleikum með að útskýra hvernig stæði á því að hann væri enn með númer manneskju sem hann myndi ekki eftir að hafa þekkt. 

Justin neitaði að afhenda lögreglu lífsýni og þar sem sannanir gegn honum voru svo að segja engar neitaði dómari að skipa honum að láta slíkt af hendi. 

Lögreglan greip því gamalgróinna ráða og hóf að elta Justin. Þeir duttu fljótlega í lukkupottinn þegar þeir sáu Justin henda gosglasi í rusl á McDonald’s hamborgarastað. 

Af hverju?

Þeir voru fljótir að grípa glasið og reyndist DNA á glasinu vera hið sama og á blóðdropanum frá vettvangi glæpsins. 

Níu árum eftir árásin var Justin Hansen handtekinn og ákærður fyrir fjölda glæpa, meðal annars innbrot, líkamsárás og tilraun til morðs. 

Í ljós kom að Justin átti að baka ljóta sögu ofbeldis gegn konum. Hafði hann meðal annars verið sakaður um líkamsárásir og nauðgun en aldrei verið ákærður. 

Við réttarhöldin sagði Brittani Marcel að fyrir þennan örlagaríka dag, 11. september 2008, hefði hún átt sér drauma og markmið. Justin Hansen hefði svipt hana öllu á augabragði. 

Við nánari rannsókn kom í ljós að þegar að Justin réðst á Brittany var hann 24 ára en þegar bannaður í flestum líkamsræktarstöðvum og ljósastofum Albuquerque borgar fyrir að áreita stúlkur og ungar konur. 

Eða eins og kunningi hans orðaði það, þá bjó alltaf myrkur í sál Justin og beindist það sérstaklega að ungum, og þá aðallega aðlaðandi, konum. 

Mæðgurnar Diane og Brittani.

Justin sagði aldrei orð við yfirheyrslur og hvorki játaði né neitaði verknaðinum. Hann var dæmdur til 18 ára fangelsisvistar og mun fyrst líta lífið utan múranna árið 2036. Hann þegir enn. 

Brittani skilur enn þann dag í dag af hverju Justin réðist á hana en finnst líklegt að hún hafi synjað honum þegar hann reyndi við hana. En eins og svo margt annað þá man Brittani það einfaldlega ekki. 

Brittani hefur farið í 22 skurðaðgerðir eftir árásina og enn þann dag í dag bíða hennar enn fleiri aðgerðir. 

Brittani Marcell vonast til þess að ná einn góðan veðurdag nægilega góðri heilsu til að starfa með fórnarlömbum ofbeldis. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad