fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Er þetta leyndarmálið að því að eldast hægt?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 16:30

Fólk er hvatt til að eiga vatn á flöskum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullorðið fólk, sem gætir að því að drekka nægan vökva, virðist lifa lengur en aðrir og fær síður ýmsa sjúkdóma.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í byrjun árs. Daily Mail skýrir frá þessu.

Fram kemur að bandarískir vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að það að drekka meira vatn „geti hugsanlega hægt á öldrunarferlinu“ og hvetja þeir fólk því til að drekka átta glös af vatni daglega.

Rúmlega 11.000 manns, 30 ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni. Vísindamenn mældu magn natríums í blóði fólksins en það eykst þegar fólk drekkur of lítið.

Niðurstaðan var að fólk með meira magn natríums var 64% líklegra til að fá ýmsa sjúkdóma, til dæmis hjartaáfall og heilablæðingu, en þeir sem mældust með miðgildi hvað varðar magn natríums.

Fólk, sem var með meira magn natríums, var einnig líklegra til að deyja ungt.

Vísindamennirnir segja að hugsanlega geti lítil vatnsneysla valdið skaða á DNA og bólgum og þannig flýtt öldrun.

Dr Natalia Dmitrieva, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að niðurstöðurnar bendi til að það að innbyrða nægilegt magn vökva geti hægt á öldrunarferlinu og lengt þann tíma sem fólk glímir ekki við sjúkdóma. Hún sagði að ekki þurfi endilega að drekka vatn til að uppfylla vökvaþörfina, það sé líka hægt að drekka safa eða borða grænmeti eða ávexti sem innihalda mikið af vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi