fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Falsaður kórónupassi kom upp um þá

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 21:00

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófust réttarhöld í Kaupmannahöfn yfir tveimur sænskum ríkisborgurum sem eru ákærðir fyrir skjalafals og peningaþvætti á 40,7 milljónum danskra króna en það svarar til um 800 milljóna íslenskra króna. Mennirnir voru handteknir á Kastrup flugvellinum í Kaupmannahöfn í febrúar á síðasta ári.

Ekstra Bladet segir að mennirnir hafi framvísað fölsuðum kórónupössum við innritun í flug Turkish Airlines til Tyrklands og hafi því verið teknir til skoðunar af tollvörðum. Mennirnir voru með fjórar ferðatöskur. Í þeim fundu tollverðir andvirði 4,6 milljóna danskra króna í dönskum, norskum og sænskum krónum auk evra og dollara. Í ákærunni kemur fram að mennirnir hafi vitað eða hafi haft grun um að peningarnir væru ávinningur brotastarfsemi.

Mennirnir neita báðir sök.

Hljóðskilaboð á arabísku voru leikin í dómsal í gær þar sem annar maðurinn heyrist spyrja hinn af hverju hann hafi bókað farmiða þeirra með lest og flugi saman. „Af hverju pantaðirðu ekki í sitt hvoru lagi, er það ekki öruggast?“ sagði hann.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að mennirnir höfðu farið 15 ferðir frá Kaupmannahöfn til Istanbúl í Tyrklandi með ferðatöskur fullar af peningum. Lögreglan telur að þeir hafi samtalt flutt sem svarar til 40,7 milljóna danskra króna úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu