Enginn er í haldi lögreglunnar vegna málsins en hún telur að Natalie hafi þekkt morðingja sinn. Þetta hafi verið einhver sem var henni leið vel með að hafa á heimili sínu. Sky News skýrir frá þessu.
Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið og telur að það hafi verið í eigu Natalie, frekar en að morðinginn hafi tekið það með sér heim til hennar.
Neil McGuinness, yfirlögregluþjónn, sagðist telja að Natalie hafi þekkt morðingja sinn um hríð, ekki hafi verið um nýja vináttu að ræða. Hann sagðist telja að tilviljun hafi ekki ráðið því að Natalie var myrt, hún hafi átt að verða fórnarlambið.
Á fréttamannfundi í gær óskaði McGuinnes eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á mann sem sást koma í götuna, sem Natalie bjó í, kvöldið sem hún var myrt. Hann sást einnig yfirgefa götuna.
„Vilt þú virkilega vernda mann sem getur myrt konu og ófætt barn hennar?“ spurði hann á fréttamannafundinum.
Hann sagðist telja að útidyrnar hjá Natalie hafi verið ólæstar þegar morðinginn kom.