fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Barnshafandi kona stungin til bana á heimili sínu – Lögreglan telur að hún hafi þekkt morðingjann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 22:00

Natalie McNally

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. desember var Natalie McNally myrt á heimili sínu í Silverwood Green í Lurgan sem er í Armagh sýslu á Norður-Írlandi. Hún var 32 ára og var gengin 15 vikur með barn sitt.

Enginn er í haldi lögreglunnar vegna málsins en hún telur að Natalie hafi þekkt morðingja sinn. Þetta hafi verið einhver sem var henni leið vel með að hafa á heimili sínu. Sky News skýrir frá þessu.

Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið og telur að það hafi verið í eigu Natalie, frekar en að morðinginn hafi tekið það með sér heim til hennar.

Neil McGuinness, yfirlögregluþjónn, sagðist telja að Natalie hafi þekkt morðingja sinn um hríð, ekki hafi verið um nýja vináttu að ræða. Hann sagðist telja að tilviljun hafi ekki ráðið því að Natalie var myrt, hún hafi átt að verða fórnarlambið.

Á fréttamannfundi í gær óskaði McGuinnes eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á mann sem sást koma í götuna, sem Natalie bjó í, kvöldið sem hún var myrt. Hann sást einnig yfirgefa götuna.

„Vilt þú virkilega vernda mann sem getur myrt konu og ófætt barn hennar?“ spurði hann á fréttamannafundinum.

Hann sagðist telja að útidyrnar hjá Natalie hafi verið ólæstar þegar morðinginn kom.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi