fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Útfararstjóri dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 21:00

Megan Hess, fyrir miðju, mætir í dómhúsið með verjendum sínum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Megan Hess, 46 ára fyrrum eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum, var í gær dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að hafa selt líkamshluta án heimildar ættingja hinna látnu.

Hess játaði brot sín í júlí en dómur var fyrst kveðinn upp í gær. Hún rak útfararstofuna Sunset Mesa og rak um leið fyrirtækið Donor Services sem seldi líkamshluta.

Hún var fundin sek um að hafa hlutað 560 lík í sundur og selt líkamshluta. Móðir hennar, hin 69 ára Shirley Koch, játaði einnig sök. Hún var dæmd í 15 ára fangelsi.

Tim Neff, saksóknari, sagði að mæðgurnar hefðu notað útfararstofuna til að stela líkum og líkamshlutum með því að nota falsaðar yfirlýsingar um líffæragjafir.

Reuters segir að sala á líkamshlutum sé nánast stjórnlaus iðnaður í Bandaríkjunum. Það er ólöglegt að selja líffæri á borð við hjörtu, nýru og annað sem er notað við líffæraígræðslur.

En engin alríkislög ná yfir sölu á höfðum, handleggjum og hryggsúlum til rannsókna og kennslu. Það var einmitt þetta sem Hess stundaði.

Alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á málinu eftir að Reuters birti greinar um sölu Hess á árunum 2016 til 2018 og gerði húsleit hjá útfarastofunni 2018.

Fyrir dómi kom fram að Hess sagði ættingjum að lík ástvina þeirra hefðu verið brennd og rukkaði þá um allt að 1.000 dollara fyrir líkbrennslu sem aldrei átti sér stað. Síðan seldi hún líkamshluta til ýmissa fyrirtækja. Þau vissu ekki að Hess stundaði ólöglega starfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking