Sænska ríkisútvarpið segir að öflug sprenging hafi orðið í Grimsta, sem er í vesturhluta Stokkhólms, um klukkan þrjú í nótt. Lögreglan vinnur meðal annars út frá þeirri kenningu að sú sprenging tengist morðinu á tvítugum manni sem var skotinn til bana á gamlársdag í hverfinu. Enginn hefur hefur verið handtekinn vegna morðsins og það sama á við um sprenginguna.
Skömmu eftir sprenginguna í Grimsta varð sprenging í Bagarmossan, sem er í suðurhluta borgarinnar. Hún var ekki eins öflug og sprengingin í Grimsta að sögn lögrelgunnar sem veit ekki enn hvort tengsl séu á milli sprenginganna.
Uppfært klukkan 06.45
Sænska lögreglan hefur handtekið einn mann vegna sprenginganna í nótt.