fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Mið-Asíu-blæðingasótt greindist á Spáni – 30% dánartíðni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 06:09

Mið-Asíu-blæðingasótt er mjög alvarleg. Veiran er hér sýnd með gulum punktum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega greindist karlmaður með Mið-Asíu-blæðingasótt (CCHF) á Spáni. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, var lagður inn á sjúkrahús í Leon, í norðvesturhluta landsins, eftir að hann var bitinn af mítli sem smitaði hann af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er mjög hættulegur en dánartíðnin af hans völdum er um 30%.

Daily Mail segir að þetta sé þriðja tilfelli sjúkdómsins sem greinst hefur á Spáni frá 2011. Sömuleiðis hafa þrjú tilfelli komið upp í Bretlandi síðan 2011.

Miðillinn segir að maðurinn hafi greinst með CCHF eftir að hafa verið bitinn af mítli. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Castile en síðan fluttur flugleiðis á sjúkrahús í Leon að sögn spænska varnarmálaráðuneytisins.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að dánartíðnin af völdum sjúkdómsins sé um 30%.

Sjúkdómurinn berst yfirleitt með mítlum eða búfénaði. Hann getur borist í fólk við bit mítils eða með sýktu blóði eða líkamsvökvum. Einkenni sjúkdómsins gera yfirleitt vart við sig mjög skyndilega en meðal þeirra eru hiti, beinverkir, svimi, skapsveiflur og blæðing úr augum og úr húðinni.

Sjúkdómurinn uppgötvaðist fyrst fyrir tæpum 70 árum á Krímskaga. Hann er landlægur í Afríku, Miðausturlöndum, Asíu og Balkanskaga en örsjaldan greinst hann í norðanverðri Afríku.

Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Leon er ástand mannsins stöðugt þrátt fyrir alvarleika veikindanna. Fyrsta smitið á Spáni greindist 2011 og 2016 lést spænskur karlmaður af völdum sjúkdómsins.

Sjúkdómurinn berst ekki auðveldlega á milli fólks og því er almenn smithætta af hans völdum ekki mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki