fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

5 ára stúlka bjargaði lífi bróður síns eftir bílslys – Foreldrarnir létust

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 06:03

Frá slysstað. Skjáskot 7 News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára stúlka bjargaði lífi eins árs bróður síns eftir umferðarslys sem endaði með að bíll fjölskyldunnar endaði á hvolfi. Foreldrar þeirra létust í slysinu en þrjú börn þeirra lifðu það af.

Slysið átti sér stað á afskekktum stað í Western Ástralíu að sögn CNN.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Land Rover Discover bíll fjölskyldunnar hafi fundist á þriðjudagsmorguninn í Kondinin, sem er um 280 km austan við Perth.

Foreldrar barnanna, Cindy Braddock 25 ára og Jake Day 28 ára, voru úrskurðuð látin á vettvangi.

Þrjú börn þeirra, 1, 2 og 5 ára, lifðu slysið af en voru föst í bílnum með látnum foreldrum sínum í um 55 klukkustundir í miklum hita.  Það voru síðan ættingjar þeirra sem fundu þau.

Tilkynnt var um hvarf fjölskyldunnar á mánudaginn eftir að hún skilaði sér ekki í jólaboð.

Michael Read, ættingi fjölskyldunnar, sagði í samtali við Nine News að 5 ára stúlkan hefði bjargað lífi yngsta bróður síns með því að losa hann úr bílstólnum. Read sagði að ef hún hefði ekki losað yngsta bróður sinn úr stólnum væri hann líklega ekki á lífi. „Hún mun væntanlega ekki vita hvað hún gerði fyrr en eftir mörg ár,“ sagði hann einnig.

Börnin voru flutt á sjúkrahús vegna alvarlegs vökvaskorts. Þau hlutu minniháttar líkamlega meiðsli og segir lögreglan að reiknað sé með að þau verði útskrifuð af sjúkrahúsi á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu