fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Týndur læknir fannst látinn í frosinni tjörn

Pressan
Fimmtudaginn 29. desember 2022 21:00

Dr. Bolek Payan - Mynd: Blackman-Leoni Township Department of Public Safety

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Bolek Payan, geðlæknir hjá Henry Ford Allegiance Health spítalanum í borginni Jackson í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum, sást síðast á lífi fyrir viku síðan. 

Fjölskylda Payan tilkynnti lögreglunni að hann væri týndur á þriðjudaginn í þessari viku, á þriðja degi jóla, og var leit að geðlækninum hafin í kjölfarið. Bifreið hans var heima hjá Payan en hvorki vinir hans né fjölskylda höfðu heyrt í honum.

Í myndbandi sem náðist á öryggiskerfið heima hjá Payan mátti sjá hann yfirgefa heimilið sitt fótgangandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Fljótlega eftir að rannsóknarlögreglumenn fengu aðgang að öryggiskerfinu var þeim ljóst að Payan hafði verið fótgangandi.

Búið hafði verið að leita á og í kringum heimilið hans og notast hafði verið við leitarhunda og dróna. Þegar Payan fannst ekki við það var ákveðið að skera holur í klakann á lítilli tjörn sem finna er á lóðinni sem heimili Payan stendur á. Þegar kafarar fóru ofan í vatnið fundu þeir lík geðlæknisins.

Lögreglan telur að Payan hafi í raun verið löngu látinn þegar henni var tilkynnt að hann væri týndur, bæði vegna slæms veðurs á deginum sem hann sá síðast á lífi og vegna þess að hann fannst í vatninu. Krufning mun leiða í ljós hvað það var sem dró Payan til dauða en samkvæmt WXYZ verður einnig gerð eiturefnagreining á líki hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi