Dr. Bolek Payan, geðlæknir hjá Henry Ford Allegiance Health spítalanum í borginni Jackson í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum, sást síðast á lífi fyrir viku síðan.
Fjölskylda Payan tilkynnti lögreglunni að hann væri týndur á þriðjudaginn í þessari viku, á þriðja degi jóla, og var leit að geðlækninum hafin í kjölfarið. Bifreið hans var heima hjá Payan en hvorki vinir hans né fjölskylda höfðu heyrt í honum.
Í myndbandi sem náðist á öryggiskerfið heima hjá Payan mátti sjá hann yfirgefa heimilið sitt fótgangandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Fljótlega eftir að rannsóknarlögreglumenn fengu aðgang að öryggiskerfinu var þeim ljóst að Payan hafði verið fótgangandi.
Búið hafði verið að leita á og í kringum heimilið hans og notast hafði verið við leitarhunda og dróna. Þegar Payan fannst ekki við það var ákveðið að skera holur í klakann á lítilli tjörn sem finna er á lóðinni sem heimili Payan stendur á. Þegar kafarar fóru ofan í vatnið fundu þeir lík geðlæknisins.
Lögreglan telur að Payan hafi í raun verið löngu látinn þegar henni var tilkynnt að hann væri týndur, bæði vegna slæms veðurs á deginum sem hann sá síðast á lífi og vegna þess að hann fannst í vatninu. Krufning mun leiða í ljós hvað það var sem dró Payan til dauða en samkvæmt WXYZ verður einnig gerð eiturefnagreining á líki hans.