fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Mammútar gætu hafa dáið út mun síðar en áður hefur verið talið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 07:30

Mammútar voru engin smá smíði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar vísindamenn rannsökuðu erfðaefni úr plöntum og dýrum, sem fundust í jarðvegi á Norðurheimsskautsvæðinu á síðasta ári, voru niðurstöðurnar að hugsanlega hafi mammútar verið á lífi í Síberíu fyrir um 3.900 árum. Þetta er mun síðar en áður hefur verið talið en þær áætlanir hafa byggst á rannsóknum á steingervingum mammúta.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Sciencenews þá eru yngstu þekktu steingervingarnir af mammútum 10.700 ára gamlir. Þó er vitað að mammútar voru uppi síðar á Wrangel eyju, sem er undan ströndum Síberíu, og á Pribilof Islands í Beringshafi.

Rannsóknir á síðustu árum, þar sem notast hefur verið við DNA sem hefur fundist í jarðvegi, benda til að fyrri hugmyndir um útrýmingu dýrategunda séu ekki allar réttar. Þetta á til dæmis við um nashyrninga  í Evrasíu og hesta í Alaska. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að þessar tegundir hafi ekki dáið út fyrr en mörg þúsund árum síðar en talið hefu verið.

Í grein sem steingervingafræðingarnir Joshua Miller og Carl Simpson, skrifuðu í vísindaritið Nature í lok nóvember benda þeir á að stór bein úr dýrum geti legið á yfirborðinu á ísköldu heimskautasvæðinu í mörg þúsund ár. Það taki þau langan tíma að brotna niður. DNA geti borist úr beinunum niður í jarðveginn og að því sé ekki hægt að útiloka að sum af yngstu DNA-sýnunum séu úr beinum komin, beinum sem lágu lengi á yfirborðinu.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær eða af hverju mammútar dóu út. Vísindamenn telja að ef það tekst að tímasetja nokkuð nákvæmlega hvenær þeir dóu út þá geti það varpað ljósi á ástæðurnar. Hvort það hafi verið loftslagsbreytingar, menn eða blanda af þessu tvennu sem gerði út af við þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum