fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Herða viðurlög við hraðakstri í Austurríki – Ökumenn geta misst bifreiðar sínar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 19:30

Austurrísk hraðbraut. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska ríkisstjórnin hefur kynnt tillögu að lagafrumvarpi um hertar refsingar við ofsaakstri. Eiga ökumenn, sem eru staðnir að ofsaakstri, á hættu að hald verði lagt á bifreiðar þeirra og þær síðan seldar á uppboði. Markmiðið með þessu er að taka á ökumönnum sem stunda kappakstur á vegum landsins.

The Guardian segir að austurrísk yfirvöld hafi lengi reynt að binda enda á ólöglegan kappakstur og önnur form ofsaaksturs. Frumvarpinu er ætlað að taka á þessu vandamáli.

Leonore Gewessler, samgönguráðherra, sagði á fréttamannafundi að þegar ekið sé á svona miklum hraða hafi ökumenn ekki fulla stjórn á ökutækjum sínum. Ökutækin geti orðið stjórnlaus vopn sem ógna saklausu fólki.

Samkvæmt frumvarpinu þá verður hald lagt á ökutæki ökumanna sem aka á 110 km/klst eða þar yfir þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst og þeirra sem aka á 200 km/klst eða þar yfir þar sem leyfður hámarkshraði er 130 km/klst. Mun haldlagningin vara í allt að tvær vikur.

Ef um endurtekið brot er að ræða eða ef hraðinn er sérstaklega mikill fær ökumaðurinn ökutækið ekki aftur og það verður selt á uppboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu