fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Stjörnufræðingur í bann á Twitter eftir myndband af „klámfengnum“ loftsteini

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 19:00

Það er nú erfitt að koma auga á klámið í þessu. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem átti að vera sakleysisleg færsla á Twitter hjá breskum stjörnufræðingi endaði með að Twitter lokaði á aðgang hennar mánuðum saman. Með færslunni birti stjörnufræðingurinn, sem heitir Mary McIntyre, myndband af loftsteini sem brann upp í gufuhvolfinu nærri heimili hennar i Oxfordshire.

En sjálfvirkir ritskoðendur Twitter töldu að myndbandið væri klámfengið og merktu það sem „klámefni“. Þessir sjálfvirku ritskoðendur, sem eru einfaldlega algóritmar og tölvuforrit, eiga að hafa stjórn á eða fjarlægja óviðeigandi efni af þessum vinsæla samfélagsmiðli.

„Þetta var alls ekki hneykslanlegt eða klámfengið. Þetta var bara loftsteinn,“ sagði McIntyre í samtali í þættinum Today hjá BBC.

Hún er með 6.000 fylgjendur á Twitter. Til að geta haldið áfram að gleðja þá með færslum sínum hefði hún getað fjarlægt færsluna í kjölfar merkingar ritskoðendanna. En það vildi hún ekki og bendir á að það hefði í raun þýtt að hún hefði játað að hafa brotið reglurnar. „Þetta er klikkun. Ég vil ekki hafa að það sé skráð einhvers staðar að ég hafi deilt klámefni þegar ég hef ekki gert það,“ sagði hún.

Þess vegna var 12 klukkustunda bann hennar á Twitter lengt í þrjá mánuði en samt sem áður var prófíllinn hennar og myndbandið umrædda sýnilegt.

Hún reyndi að áfrýja ákvörðuninni á alla hugsanlega vegu samkvæmt reglum Twitter en fékk aldrei svar.

Þegar Elon Musk keypti Twitter var eitt fyrsta verk hans að reka mörg þúsund starfsmenn og það taldi McIntyre ekki auðvelda henni verkið: „Ef ég fékk ekki svar frá manneskju áður en Musk tók yfir, þá held ég að líkurnar séu núll á að ég fái svar núna,“ sagði hún.

Hún fékk þó aðgang á nýjan leik þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu