fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Geta ekki borið kennsl á eitt fórnarlamb raðmorðingja – Nefna hana Buffalo Woman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 21:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Jeremy Skibicki ákærður fyrir morð á þremur konum í Kanada. Í maí var hann ákærður fyrir morð á fjórðu konunni. Kanadíska lögreglan stendur frammi fyrir því að geta ekki borið kennsl á eitt fórnarlambið. Fólk af ættum frumbyggja hefur því gefið henni nafnið Maskhode Bizhiki‘ikwe eða Buffalo Woman en talið er að konan sé af ættum frumbyggja.

Lögreglan hefur biðlað til almennings um aðstoð við að bera kennsl á konuna en það hefur ekki skilað árangri.

The Guardian hefur eftir Bernadette Smith, þingkonu á fylkisþinginu í Winnipeg, að í hugum frumbyggja sé lífið heilagt og það verði að hafa það í heiðri.  Þegar leitað sé að nafni sé Buffalo Woman nafn sem sé oft gefið þar til rétta nafnið finnst.

Delores Daniels sagði á minningarathöfn að buffalo (vísundur) sé tákn virðingar og það verði að virða frumbyggja og að karlar verði að virða konur. Dóttir hennar var myrt árið 2017, 19 ára að aldri. Sagði Daniels að Buffalo Woman hafi verið hið andlega nafn sem dóttir hennar fékk.

Talsmaður lögreglunnar sagði á mánudaginn að hún muni byrja að nota nafnið Buffalo Woman í virðingarskyni við hina látnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu