fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Notuðu fósturvísa sem voru frystir fyrir 30 árum – Heilbrigðir tvíburar fæddust

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 18:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október síðastliðinn fæddust Lydia og Timothy Ridgeway. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað þau urðu til úr fósturvísum sem voru frystir 22. apríl 1992. Talið er að þetta sé met í þessum efnum, að aldrei áður hafi börn komið í heiminn eftir að fósturvísir hafi verið svona lengi í frysti.

Þegar fósturvísarnir voru frystir var George H.W. Bush forseti Bandaríkjanna  og John Major var forsætisráðherra Bretlands.

Sky News segir að fósturvísarnir hafi verið búnir til fyrir ónafngreind hjón á frjósemisstofu. Þar voru þau geymd þar til þau voru gefin bandarískri frjósemismiðstöð 2007.

Philip Ridgeway, faðir tvíburanna, var fimm ára þegar fósturvísarnir voru búnir til.  Í samtali við CNN sagði hann að þetta væri eiginlega óskiljanlegt. „Ég var fimm ára þegar guð gaf Lydia og Timothy líf og hann hefur varðveitt þessi líf allar götur síðan. Þau eru eiginlega elstu börnin okkar þótt þau séu minnstu börnin okkar,“ sagði hann.

Hann og eiginkona hans, Rachel Ridgeway, eiga fjögur önnur börn á aldrinum tveggja til átta ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Illskan uppmáluð: Með heilaþvotti og ógnunum bjó Marcus sér til kvennabúr sem samanstóð að mestu af dætrum hans og frænkum

Illskan uppmáluð: Með heilaþvotti og ógnunum bjó Marcus sér til kvennabúr sem samanstóð að mestu af dætrum hans og frænkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk meðal fjölda sérfræðinga sem vara við hraðri þróun gervigreindar – Óttast að mannkynið missi völdin í heiminum

Elon Musk meðal fjölda sérfræðinga sem vara við hraðri þróun gervigreindar – Óttast að mannkynið missi völdin í heiminum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastjóri hraktist úr starfi – Sakaður um að hafa sýnt nemendum klám

Skólastjóri hraktist úr starfi – Sakaður um að hafa sýnt nemendum klám
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Biden heitir því að aflétta leynd af upplýsingum um uppruna COVID-19

Biden heitir því að aflétta leynd af upplýsingum um uppruna COVID-19
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banvæn sveppasýking dreifir sér – „Þetta er allt öðruvísi en COVID-19“

Banvæn sveppasýking dreifir sér – „Þetta er allt öðruvísi en COVID-19“