fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Segja að kötturinn hafi átt sök á að konan varð þunguð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist líklegast ekki oft að köttur eigi sök á að kona verði þunguð. En það var þó tilfellið hjá hjónum nokkrum, að minnsta kosti að þeirra sögn.

Þetta kom fram á samfélagsmiðlinum Reddit. Þar sagði maður einn söguna af því hvernig eiginkona hans varð þunguð af völdum heimiliskattarins, eða öllu heldur átti kötturinn sök á því að hún varð þunguð.

Hjónin höfðu ekki í hyggju að eignast barn en þau áttu eitt og vildu bíða með frekari barneignir. Konan vildi ekki nota getnaðarvarnarpilluna og því notuðust þau við smokka. Smokkar duga nú yfirleitt til að koma í veg fyrir þungun en greinilega ekki ef maður á kött, svona ef miða má við það sem maðurinn sagði.

„Kötturinn okkar er illgjarn snillingur. Ég held í alvöru að þessi litli, loðni, appelsínuguli skítur sé greindari en tæplega eins árs gamalt barn okkar. Hann fer í allt og ég meina allt. Engar dyr, skúffur eða skápar geta stöðvað hann og ef hann veit hvar eitthvað er, þá finnur hann það. Þetta er svo slæmt að ég hélt að það væri reimt í húsinu okkar fyrstu vikurnar eftir að við fengum hann. Á hverjum morgni, þegar ég vaknaði, voru allar skúffur og skápar opnir,“ skrifaði maðurinn.

Einn morguninn sá maðurinn að kötturinn hafði verið að gramsa í skúffunum inni á baði og hafði leikið sér með eyrnapinna. Eyrnapinnar, smokkar og fleira lá út um allt gólf. Maðurinn tók þetta saman og setti á sinn stað og hugsaði ekki meira út í þetta.

Eins og gengur og gerist þá stunduðu hjónin kynlíf og voru þess fullviss að allt væri eins og það átti að vera. En eftir smá tíma byrjaði konunni að vera flökurt og brjóst hennar urðu aum. Hún tók því þungunarpróf og niðurstaðan var að hún væri þunguð.

En hvernig hafði það getað gerst? Þau notuðu alltaf smokk. „Við lögðum höfuðið í bleyti til að finna út hvernig þetta hafði gerst og þá sló þessu skyndilega niður í huga mér. Helvítis kötturinn! Ég hljóp inn á bað og opnaði skúffuna þar sem ég geymi smokkana og tæmdi kassanna til að skoða hvern einn og einasta,“ skrifaði hann.

Þá var grunur hans staðfestur því margir af smokkunum voru með göt eftir klór og smjatt kattarins. Þar með var skýringin á þunguninni komin, smokkarnir voru ekki allir „skotheldir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi