fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fundu svarthol sem er nánast í næsta nágrenni við jörðina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 12:00

Teikning af svartholi. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar stjörnufræðinga grunar að þeir hafi fundið svarthol þá er það ekki sjálft svartholið sem þeir sjá í stjörnusjónaukum sínum. Það eru hlutir, sem eru nærri svartholinu, sem þeir skoða.

Það er einmitt það sem gerðist þegar stjörnufræðingar uppgötvuðu svarthol í Vetrarbrautinni. Það er nær jörðinni en nokkuð annað svarthol sem hefur fundist. Það uppgötvaðist þegar stjörnufræðingar veittu því athygli að braut stjörnu nokkurrar var undarleg.

Universe Today skýrir frá þessu. Fram kemur að svartholið sé aðeins 1.500 ljósár frá jörðinni. Til samanburðar má nefna að svartholið, sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og var myndað 2019, er í um 27.000 ljósára fjarlægð.

Það var alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga sem gerði þessa uppgötvun en hann notaðist við gögn frá geimsjónaukanum Gaia, sem er í eigu Evrópsku geimferðastofnunarinnar, sem hefur síðustu tíu árin kortlagt Vetrarbrautina í þrívídd.

Í gagnagrunni Gaia fundu stjörnufræðingarnir 168.065 stjörnur, sem við fyrstu sýn virtust vera annar tveggja hluta sem voru á braut um hvorn annan. En ein stjarna var áhugaverðari en aðrar. Það er Gaia DR3 4373465352615301632, sem er skiljanlega stytt í Gaia BH1 af stjörnufræðingunum, sem virtist vera á braut um eitthvað.

Út frá því hvernig braut stjörnunnar er og ekki síst þess hversu lengi hún er að ljúka einni hringferð gátu stjörnufræðingarnir ályktað að ósýnilegi félagi hennar væri svarthol með um tífaldan massa sólarinnar okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug