fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

98% kvenna í útrýmingarbúðum nasista hættu að hafa blæðingar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 13:30

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 98% þeirra kvenna, sem voru lokaðar inni í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni, upplifðu að þær hættu að fá blæðingar skömmu eftir komuna í útrýmingarbúðirnar.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Social Sciences & Medicine, er sú kenning sett fram að nasistar hafi vísvitandi reynt að stöðva blæðingar kvennanna. Það gerðu þeir með því að blanda sterum í matarskammta þeirra. Hugsanlega var þetta tilraun til að gera konurnar ófrjóar að því er segir í tilkynningu frá University of Ottawa. Við aðrar skelfilegar aðstæður og/eða atburði, til dæmis kjarnorkusprengjurnar sem var varpað á Japan, upplifðu konur að þær hættu að hafa á klæðum innan 12 til 18 mánaða eftir atburðinn. Ástæðan var áfallið, sem þær urðu fyrir, og lélegt mataræði.

Þetta var ein af ástæðunum fyrir að vísindamenn ákváðu að rannsaka aðstæður í útrýmingarbúðunum. Af hverju hættu konurnar að hafa á klæðum nánast um leið og þær komu í þær?

Þeir ræddu við 93 einstaklinga, aðallega konur, sem höfðu verið í útrýmingarbúðum. Sumir af viðmælendunum voru á barnsaldri þegar þeir voru í útrýmingarbúðunum en gátu veitt trúverðugar upplýsingar um mæður sínar á þeim tíma sem þær voru í útrýmingarbúðunum.

Þeir skýrðu meðal annars frá því að alltaf hefði leikið grunur á að eitthvað væri í matnum sem varð til þess að konurnar hættu að fá blæðingar.

Einn viðmælandinn, sem starfaði í eldhúsi í útrýmingarbúðum, gat lýst pökkum með efnum sem var síðan blandað saman við súpu.

Að stríði loknu upplifðu margar af konunum langvarandi áhrif af þessu. Af 197 staðfestum þungunum enduðu 48 með fósturláti og 13 með andvana fæddum börnum. Þegar þessar tölur eru bornar saman við tölfræði á þessum tíma eru þær óvenjulega háar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum