fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Sum líkanna í Izyum með áverka eftir pyntingar

Pressan
Föstudaginn 16. september 2022 18:00

Fjöldagrafir fundust í Izium eftir brotthvarf Rússa. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík ungrar fjölskyldru og pyntaðra hermanna er meðal þeirra sem hvíldu í fjöldagröf í borginni Izyum en Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, staðfesti í gær og sagði að „Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig“. Her Úkraínumanna frelsuðu borgina nýlega úr höndunum Rússa og kjölfarið uppgötvaðist hryllingurinn – lík alls 440 einstaklinga í fjöldagröfum. Sumar grafirnar voru aðeins merktar með númerum en aðrar voru merktar með fullum nöfnum.

CNN greinir frá því að lík ungrar þriggja manna fjölskyldu sé meðal þeirra sem grafin hafa verið upp. Um er að ræða föður sem var 34 ára gamall, móður sem var 31 árs gömul og ung dóttir þeirra sem var aðeins sex ára gömul. Talið er að fjölskyldan hafi verið búsett í borginni og að allt bendir til þess að þau hafi látið lífið í loftárás.

Þá hafa einnig fjölmörg lík úkraínskra hermanna verið grafin upp. Haft er eftir Dmytro Lubinets, mannréttindafulltrúi úkraínska þingsins, að margir þeirra hafi verið með hendurnar bundnar og að þeir hafi verið drepnir af stuttu færi. Þá hefur komið fram í máli Zelenskyy að ákverkar á sumum líkunum bendi til þess að fólkið hafi upplifað pyntingar fyrir dauða sinna.

Úkraínumenn frelsuðu Izyum úr höndum Rússa í síðustu viku en borgin, sem er tæpum 2 klukkustundum norðaustur af Karkív, hafði lengi verið undir rússneskum yfirráðum. Þar bjuggu tæplega 50.000 manns áður en Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn.

Zelenskyy tjáði sig um málið á Telegram í gærkvöldi og skrifaði að Rússar skilji alls staðar dauða eftir sig. „Á morgun (föstudag) verða úkraínskir og alþjóðlegir fréttamenn í Izyum. Heimurinn verður að vita hvað er að gerast og hvaða afleiðingar hernám Rússa hefur haft,“ skrifaði hann.

Úkraínumenn hafa heitið því að öll líkin verði grafin upp og rannsakað verði hvernig að dauða þeirra bar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja