fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Domino’s gefst upp á Ítalíu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domino’s hefur gefist upp á að sigra Ítalíu. Bandaríska pítsastaðakeðjan hefur endanlega lokað síðustu 13 búðum sínum í landinu, samkvæmt Bloomberg. Domino’s hafði upprunalega ætlað sér að opna 880 veitingastaði um alla Ítalíu fyrir árið 2030 en náði aðeins að opna 29. Þegar fyrsti staðurinn opnaði þar í landi lofaði fyrirtækið að nota einungis ítölsk hráefni en vonaðist til að vinna Ítali á sitt band með bandarískum nýjungum svo sem ananas á pítsu og ostafyllt skorpa, ásamt heimsendingu í bandarískum stíl.

Það sem stjórnendur bjuggust hins vegar ekki við var að vinsældir heimsendingaforrita sem gera neytendum kleyft að panta mat frá veitingastöðum sem bjóða ekki upp á heimsendingu jukust mikið á árunum eftir að Domino’s mætti til landsins. Þá gat fólk fengið pítsu frá hefðbundnum ítölskum pítsugerðarmönnum senda heim.

Domino’s hætti að keyra út pítsur í Ítalíu þann 29. júlí síðastliðinn en samkvæmt samfélagsmiðlum brá mörgum kúnnum við að staðirnir lokuðu, samkvæmt Bloomberg. Eftir að tilkynnt var skyndibitakeðjan yfirgæfi Ítalíu gerðu ítalskir fjölmiðlar mikið grín að Domino’s fyrir að hafa trúað að þau gætu keppt við ítalska pítsustaði, samkvæmt Fortune. „Domino’s lokar á Ítalíu. Bless að eilífu, havaískar með ananas,“ sagði viðskiptablaðið Affari Italiani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri