fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Apabólan fær nýtt nafn

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 12:01

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að halda neyðarfund í næstu viku varðandi faraldur apabólu að sögn Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra samtakanna. Samtökin ætla sér að kanna hvort lýsa ætti yfir hættuástandi vegna apabólunnar, líkt og var gert vegna COVID-19. Þessu greinir BBC frá.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist einnig vera að vinna að nýju nafni handa veirunni og sjúkdómnum sem hún veldur vegna þess að vísindamenn telja nafnið ekki vera við hæfi.

Í bréfi sem hópur vísindamanna sendi frá sér sögðu þeir að nafnið „apabóla“ og vitnanir í afrískan uppruna hennar fari gegn reglugerðum samtakanna sem banna notkun nafna sem byggja á landafræði eða dýrum. „Í samhengi faraldursins er það að nafn veirunnar bendi til afrísks uppruna ekki aðeins misvísandi heldur valdi líka fordómum og smán,“ skrifuðu vísindamennirnir í bréfinu.

Apar ekki meginhýsill veirunnar

Vísindamennirnir tóku einnig fram að þrátt fyrir það að flest smit hafi verið greind í Evrópu og Norður-Afríku noti fréttamiðlar oft myndir af afrískum sjúklingum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagðist vera að leita ráða hjá sérfræðingum í þessari tilteknu gerð viera til að reyna að finna hæfilegra nafn. Eitt nafn sem stungið hefur verið upp á er hMPXV, samkvlmt BBC. Sjúkdómurinn var lítið þekktur utan Afríku en Tedros sagði að meira en 1600 tilfelli hafa verið greind í ár í 39 löndum, ásamt um 1500 grunuðum tilfellum, samkvæmt AP.

Veiran var nefnd apabóla vegna þess að hún var fyrst greind í tilraunaöpum en talið er að nagdýr séu meginhýsillinn í dýraríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi