fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Moultrie, sem fer fyrir rannsóknarhópi á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði nýlega að varnarmálaráðuneytið sé staðfast í að komast að hvað fljúgandi furðuhlutir eru og hvaðan þeir eru.

Fljúgandi furðuhlutir hafa verið þekktir í Bandaríkjunum í rúmlega hálfa öld sem og víðar um heiminn. Í allan þennan tíma hafa ýmsar samsæriskenningar verið á lofti um uppruna þeirra.

Ekki er langt síðan bandaríski herinn birti myndbandsupptökur úr herflugvélum og frá herskipum af fljúgandi furðuhlutum. Flug sumra var þannig að margir töldu að hlutirnir gætu ekki verið héðan frá jörðinni því við búum ekki yfir tækni sem gerir okkur kleift að fljúga eins og þeir gerðu.

Moultrie lét þessi orð falla þegar hann kom fyrir þingnefnd ásamt Scott Bray sem er aðstoðarforstjóri leyniþjónustu sjóhersins.

Fyrrnefndar upptökur, sem herinn birti, eru af um 140 óþekktum fljúgandi hlutum eða UAP eins og bandarískir herflugmenn kalla þá. Elstu upptökurnar eru frá 2004.

Moultrie sagði ljóst að bandarískir hermenn hafi komist í návígi við UAP og þar sem þessir hlutir geti ógnað flugöryggi og almennu öryggi sé varnarmálaráðuneytið staðráðið í að komast að hvaðan þeir eru og hvað þeir eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi