fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Mesti aðdáandi McDonald’s í heiminum – Hefur borðað Big Mac daglega í 50 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:00

Donald Gorske með Big Mac. Mynd:Heimsmetabók Guinness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má líklega segja að Donald Gorske, frá Minnesota í Bandaríkjunum, sé mesti aðdáandi McDonald’s í heiminum og traustasti viðskiptavinur fyrirtækisins. Hann hefur borðað Big Mac nær daglega síðustu 50 árin og ekki nóg með það hann hefur skráð þetta allt hjá sér.

Hann byrjaði að skrá þetta hjá sér þegar hann fékk sér fyrsta Big Mac borgaranna þann 17. maí 1972.  Þann 17. maí 2011 náði hann þeim áfanga að hafa borðað 25.000 Big Mac og í vikunni gat hann „fagnað“ því að hafa borðað Big Mac nær daglega í 50 ár. Samtals hefur hann sporðrennt 32.943 Big Mac.

„Ó, ég hef aðeins misst átta daga úr á 50 árum sem er ótrúlegt. Eins og ég segi þá tel ég alla Big Mac. Ég hef talið alla Big Mac sem ég hef borðað á ævinni og á skrá yfir það frá fyrsta degi,“ sagði hann í samtali við CNN.

Það er langt síðan hann komst í Heimsmetabók Guinness fyrir þetta. Þar segir að hann borði yfirleitt tvo Big Mac á dag.

Hann er svo upptekinn af þessu að hann á hverja einustu kvittun fyrir kaupum á Big Mac frá upphafi og ekki nóg með það, hann á hvern einasta kassa undan hamborgurunum frá upphafi. Hann er því með 50.000 kassa, undan Big Mac, heima hjá sér.

Hann geymir alla kassa utan af hamborgurunum. Mynd:Heimsmetabók Guinness
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi